Um sekúlarisma 16. mars 2005 00:01 Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun