Haukar tóku titilinn 19. mars 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér heimavallarrétt út úrslitakeppninni í dag þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum sigri á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR, 31-29. Haukar sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn og nægði því jafntefli til þess að verða deildarmeistarar. Þeir gerðu gott betur og sigruðu leikinn eftir magnaða frammistöðu í síðari hálfleik. ÍR-ingar leiddu í leikhléi, 14-17, en góð vörn og betri markvarsla lagði grunninn að forskoti ÍR-inga. Vörn ÍR-inga hélt ekki í síðari hálfleik en vörn heimamanna batnaði mikið og fyrir vikið datt Birkir Ívar Guðmundsson í mikið stuð en hann varði 23 skot í leiknum. Haukarnir byggðu upp ágætis forskot og voru með vænlega stöðu þegar tíu mínútur lifðu leiks, 25-22. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og þrátt fyrir fína baráttu tókst ÍR aldrei að ógna Haukum almennilega og heimamenn fögnuðu vel í leikslok. "Við vorum aldrei öruggir með okkur enda ekki hægt þegar ÍR er annars staðar. Þeir gefast aldrei upp," sagði Haukamaðurinn Þórir Ólafsson sem fór á kostum i leiknum og skoraði 13 mörk í öllum regnbogans litum. "Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa heimavallarréttinn og það sýndi sig í úrslitakeppninni í fyrra. Við erum að styrkjast með hverjum leik og það munar mikið um að fá Ásgeir Örn aftur á fulla ferð." ÍR-ingar féllu úr öðru sæti í það þriðja með tapinu þar sem ÍBV lagði HK í Digranesi. "Við erum ekki orðnir saddir þótt við höfum unnið bikarinn. Þetta lið vill vinna meira og við munum mæta mjög grimmir til leiks í úrslitakeppninni," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér heimavallarrétt út úrslitakeppninni í dag þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum sigri á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR, 31-29. Haukar sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn og nægði því jafntefli til þess að verða deildarmeistarar. Þeir gerðu gott betur og sigruðu leikinn eftir magnaða frammistöðu í síðari hálfleik. ÍR-ingar leiddu í leikhléi, 14-17, en góð vörn og betri markvarsla lagði grunninn að forskoti ÍR-inga. Vörn ÍR-inga hélt ekki í síðari hálfleik en vörn heimamanna batnaði mikið og fyrir vikið datt Birkir Ívar Guðmundsson í mikið stuð en hann varði 23 skot í leiknum. Haukarnir byggðu upp ágætis forskot og voru með vænlega stöðu þegar tíu mínútur lifðu leiks, 25-22. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og þrátt fyrir fína baráttu tókst ÍR aldrei að ógna Haukum almennilega og heimamenn fögnuðu vel í leikslok. "Við vorum aldrei öruggir með okkur enda ekki hægt þegar ÍR er annars staðar. Þeir gefast aldrei upp," sagði Haukamaðurinn Þórir Ólafsson sem fór á kostum i leiknum og skoraði 13 mörk í öllum regnbogans litum. "Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa heimavallarréttinn og það sýndi sig í úrslitakeppninni í fyrra. Við erum að styrkjast með hverjum leik og það munar mikið um að fá Ásgeir Örn aftur á fulla ferð." ÍR-ingar féllu úr öðru sæti í það þriðja með tapinu þar sem ÍBV lagði HK í Digranesi. "Við erum ekki orðnir saddir þótt við höfum unnið bikarinn. Þetta lið vill vinna meira og við munum mæta mjög grimmir til leiks í úrslitakeppninni," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira