Páskafrí grunnskólanna ekki stytt 26. mars 2005 00:01 Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira