Búa sig undir margmenni á Hengil Ultra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júní 2025 12:02 Frá Hengilshlaupinu. Magnús Stefán Magnússon Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld. Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“ Hveragerði Hlaup Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“
Hveragerði Hlaup Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira