Ekkert aprílgabb á HSÍ 3. apríl 2005 00:01 Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Fréttin sem þeir birtu reyndist ekki vera neitt aprílgabb. Það þarf samt ekki að koma á óvart að margir hafa talið fréttina vera lélegt aprílgabb því í henni segir að Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari muni halda fyrirlestur á ráðstefnu EHF fyrir dómara og eftirlitsmenn. Fyrirlesturinn á að vera um hvernig hægt sé að bæta samskipti dómara og þjálfara. Viggó hefur verið iðinn við að gagnrýna dómara í gegnum tíðina og fór síðast mikinn á HM í Túnis þar sem hann vandaði alþjóðlegum dómurum ekki kveðjurnar. "Það er rétt að segja að ég sé að fara að lesa dómurum pistilinn með fullu leyfi þeirra," sagði Viggó léttur við Fréttablaðið í gær en fyrirlesturinn mun fara fram í Vínarborg um miðjan mánuðinn. "Ég var beðinn um að taka þetta að mér og mér fannst það vera lítið mál." Fyrirlesturinn hjá Viggó verður eflaust beinskeyttur enda hefur maðurinn sterkar skoðanir á málefninu og gætu margir haldið að hann myndi tala um málið í marga klukkutíma en svo verður nú ekki. "Ég hef mínar skoðanir á málunum og þetta er ágætis tækifæri til þess að koma þeim á framfæri. Ég er ekki búinn að semja erindið en mér detta strax nokkrir hlutir í hug sem mig langar að ræða," sagði Viggó Sigurðsson og bætti við að það væri fyrir löngu búið að negla þetta og því væri ekki um neitt aprílgabb að ræða af hálfu HSÍ þótt margir hafi talið svo vera. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Fréttin sem þeir birtu reyndist ekki vera neitt aprílgabb. Það þarf samt ekki að koma á óvart að margir hafa talið fréttina vera lélegt aprílgabb því í henni segir að Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari muni halda fyrirlestur á ráðstefnu EHF fyrir dómara og eftirlitsmenn. Fyrirlesturinn á að vera um hvernig hægt sé að bæta samskipti dómara og þjálfara. Viggó hefur verið iðinn við að gagnrýna dómara í gegnum tíðina og fór síðast mikinn á HM í Túnis þar sem hann vandaði alþjóðlegum dómurum ekki kveðjurnar. "Það er rétt að segja að ég sé að fara að lesa dómurum pistilinn með fullu leyfi þeirra," sagði Viggó léttur við Fréttablaðið í gær en fyrirlesturinn mun fara fram í Vínarborg um miðjan mánuðinn. "Ég var beðinn um að taka þetta að mér og mér fannst það vera lítið mál." Fyrirlesturinn hjá Viggó verður eflaust beinskeyttur enda hefur maðurinn sterkar skoðanir á málefninu og gætu margir haldið að hann myndi tala um málið í marga klukkutíma en svo verður nú ekki. "Ég hef mínar skoðanir á málunum og þetta er ágætis tækifæri til þess að koma þeim á framfæri. Ég er ekki búinn að semja erindið en mér detta strax nokkrir hlutir í hug sem mig langar að ræða," sagði Viggó Sigurðsson og bætti við að það væri fyrir löngu búið að negla þetta og því væri ekki um neitt aprílgabb að ræða af hálfu HSÍ þótt margir hafi talið svo vera.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira