Ofbeldi allsstaðar 5. apríl 2005 00:01 Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun