Ríkisritskoðun ekki á dagskrá 10. apríl 2005 00:01 Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira