Seattle 1 - Sacramento 0 24. apríl 2005 00:01 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst). NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst).
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó