Molar dagsins 25. apríl 2005 00:01 Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira