Lítið til sparað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. apríl 2005 00:01 Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun