Þetta er bara byrjunin 12. maí 2005 00:01 Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen. Íslenski handboltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen.
Íslenski handboltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti