San Antonio 2 - Seattle 1 13. október 2005 19:12 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira