Phoenix 2 - Dallas 2 16. maí 2005 00:01 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák). NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira