Ljóshærði herinn Borghildur Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2005 00:01 Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun