Detroit 3 - Indiana 2 18. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira