Detroit 3 - Indiana 2 18. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira