Phoenix 1 - San Antonio 4 2. júní 2005 00:01 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák). NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák).
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira