Innlent

Reykjavík kom best út úr prófunum

Niðurstöður úr samræmdu prófunum í tíunda bekk liggja nú fyrir hjá Námsmatsstofnun. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Reyndar er ekki hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. Séu þær greinar sem eru samanburðarhæfar aðeins teknar, þ.e. enska, íslenska og stærðfræði, kemur í ljós að nemendur í Reykjavík voru efstir í þeim - Reykjavík norður í ensku og stærðfræði en Reykjavík suður í íslensku. Nemendur í Suðvesturkjördæmi eru þar örskammt á eftir. Og þessi þrjú umdæmi skera sig nokkuð úr í heildarmyndinni. Þau er efst í öllum sex fögunum, þar af eru nemendur í sunnanverðri höfuðborginni efstir í fjórum greinum en þeir í norðanverðri borginni í tveimur. Það er hins vegar nemendur í Suðurkjördæmi sem koma verst út úr þessum prófum. Í öllum sex fögunum eru þeir með lægstu einkunnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×