San Antonio 2 - Detroit 0 13. júní 2005 00:01 San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. Ginobili var mjög afgerandi í liði San Antonio, en fékk meiri hjálp frá félögum sínum en í fyrsta leiknum, sem varð til þess að meistararnir sáu í raun aldrei til sólar. Spurs höfðu örugga forystu nær allan leikinn, en þegar Detroit náði að minnka muninn í fjórða leikhlutanum, spýtti Ginobili í lófana og tryggði Spurs sigurinn. Hópur aðdáenda Spurs hrópaði nafn Ginobili á meðan á leiknum stóð og kölluðu hann besta mann úrslitanna. "Það er vissulega gaman að heyra svona, en svona lagað er eitthvað sem enginn ætti að vera að hugsa um í augnablikinu," sagði Ginobili. "Við erum komnir í þá aðstöðu að fá í versta falli að leika aftur hérna heima ef illa fer í Detroit og það var nokkuð sem við lögðum upp með - að verja heimavöllinn," sagði hann. "Það er ekkert auðvelt í þessu. Þeir áttu ekki góðan leik sóknarlega og við lékum hörkuvörn. Þetta var mjög stíft leikið hjá báðum liðum og því létu Ginobili og Bowen þetta líta vel út hjá okkur með því að hitta úr öllum þessu þriggja stiga skotum. Ég er mjög sáttur við hvernig mitt lið brást við sigrinum í fyrsta leiknum, þeir komu dýrvitlausir til leiks og slökuðu hvergi á. Maður er alltaf smeykur við að menn komi afslappaðir til leiks eftir svona sigra, en mínir menn voru mjög einbeittir," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. Aðens tvö lið í sögu NBA hafa komið til baka og náð að sigra í úrsltunum eftir að hafa lent undir 2-0, svo að ljóst er að Detroit á erfitt verkefni fyrir höndum. Þeir hafa ekkert svar fundið við Manu Ginobili, sem er að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildarinnar með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. "Í augnablikinu eru þeir mjög grimmir í öllum sínum aðgerðum og eru að klára allt sem þeir setja upp mjög vel. Þeir hafa yfirbugað okkur gjörsamlega í tveimur fyrstu leikjunum, þannig að nú verðum við bara að bíða og sjá hvort við getum náð að snúa við blaðinu á heimavelli okkar," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. "Þeir unnu sína heimaleiki og nú er að sjá hvort við getum ekki gert slíkt hið sama, en við verðum að taka hvern fjórðung fyrir sig í þessu, það þýðir ekki að vera að hugsa þetta einhverja leiki fram í tímann," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Þeir eiga eftir að verða betri á sínum heimavelli og þeir verða örugglega miklu grimmari þar, en við höfum verið að leika ágætlega á útivöllum og við erum nokkuð bjartsýnir á að geta stolið einum sigri þar," sagði Manu Ginobili. DETROITSAN ANTONIOStig7697Skot-skot reynd, %33-82 (.402)29-62 (.468)3ja stiga skot, skot reynd,%0-6 (.000)11-24 (.458)Víti - víti reynd, %10-16 (.625)28-34 (.824)Fráköst (Í sókn-samtals)18-459-36Stoðsendingar1723Tapaðir boltar1315Stolnir boltar511Varin skot27Stig úr hraðaupphlaupum68Villur (Tækni/ásetnings)25 (2/0)19 (0/0)Mesta forskot í leik023Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 27 stig (7stoðs, 3 stolnir), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 4 varin), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig (6 frák, 5 stoðs, 4 stolnir), Beno Udrih 7 stig, Nazr Mohammed 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Antonio McDyess 15 stig (7 frák), Richard Hamilton 14 stig (7 frák), Chauncey Billups 13 stig (5 frák), Rasheed Wallace 11 stig (8 frák, 4 stoðs), Ben Wallace 9 stig (8 frák), Lindsay Hunter 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Carlos Arroyo 4 stig, Tayshaun Prince 3 stig. NBA Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira
San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. Ginobili var mjög afgerandi í liði San Antonio, en fékk meiri hjálp frá félögum sínum en í fyrsta leiknum, sem varð til þess að meistararnir sáu í raun aldrei til sólar. Spurs höfðu örugga forystu nær allan leikinn, en þegar Detroit náði að minnka muninn í fjórða leikhlutanum, spýtti Ginobili í lófana og tryggði Spurs sigurinn. Hópur aðdáenda Spurs hrópaði nafn Ginobili á meðan á leiknum stóð og kölluðu hann besta mann úrslitanna. "Það er vissulega gaman að heyra svona, en svona lagað er eitthvað sem enginn ætti að vera að hugsa um í augnablikinu," sagði Ginobili. "Við erum komnir í þá aðstöðu að fá í versta falli að leika aftur hérna heima ef illa fer í Detroit og það var nokkuð sem við lögðum upp með - að verja heimavöllinn," sagði hann. "Það er ekkert auðvelt í þessu. Þeir áttu ekki góðan leik sóknarlega og við lékum hörkuvörn. Þetta var mjög stíft leikið hjá báðum liðum og því létu Ginobili og Bowen þetta líta vel út hjá okkur með því að hitta úr öllum þessu þriggja stiga skotum. Ég er mjög sáttur við hvernig mitt lið brást við sigrinum í fyrsta leiknum, þeir komu dýrvitlausir til leiks og slökuðu hvergi á. Maður er alltaf smeykur við að menn komi afslappaðir til leiks eftir svona sigra, en mínir menn voru mjög einbeittir," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. Aðens tvö lið í sögu NBA hafa komið til baka og náð að sigra í úrsltunum eftir að hafa lent undir 2-0, svo að ljóst er að Detroit á erfitt verkefni fyrir höndum. Þeir hafa ekkert svar fundið við Manu Ginobili, sem er að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildarinnar með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. "Í augnablikinu eru þeir mjög grimmir í öllum sínum aðgerðum og eru að klára allt sem þeir setja upp mjög vel. Þeir hafa yfirbugað okkur gjörsamlega í tveimur fyrstu leikjunum, þannig að nú verðum við bara að bíða og sjá hvort við getum náð að snúa við blaðinu á heimavelli okkar," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. "Þeir unnu sína heimaleiki og nú er að sjá hvort við getum ekki gert slíkt hið sama, en við verðum að taka hvern fjórðung fyrir sig í þessu, það þýðir ekki að vera að hugsa þetta einhverja leiki fram í tímann," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Þeir eiga eftir að verða betri á sínum heimavelli og þeir verða örugglega miklu grimmari þar, en við höfum verið að leika ágætlega á útivöllum og við erum nokkuð bjartsýnir á að geta stolið einum sigri þar," sagði Manu Ginobili. DETROITSAN ANTONIOStig7697Skot-skot reynd, %33-82 (.402)29-62 (.468)3ja stiga skot, skot reynd,%0-6 (.000)11-24 (.458)Víti - víti reynd, %10-16 (.625)28-34 (.824)Fráköst (Í sókn-samtals)18-459-36Stoðsendingar1723Tapaðir boltar1315Stolnir boltar511Varin skot27Stig úr hraðaupphlaupum68Villur (Tækni/ásetnings)25 (2/0)19 (0/0)Mesta forskot í leik023Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 27 stig (7stoðs, 3 stolnir), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 4 varin), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig (6 frák, 5 stoðs, 4 stolnir), Beno Udrih 7 stig, Nazr Mohammed 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Antonio McDyess 15 stig (7 frák), Richard Hamilton 14 stig (7 frák), Chauncey Billups 13 stig (5 frák), Rasheed Wallace 11 stig (8 frák, 4 stoðs), Ben Wallace 9 stig (8 frák), Lindsay Hunter 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Carlos Arroyo 4 stig, Tayshaun Prince 3 stig.
NBA Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira