San Antonio 3 - Detroit 2 20. júní 2005 00:01 Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira