Bókaflóð allan ársins hring Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. júní 2005 00:01 Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun