Sport

Hensby á hælum Tiger

Ástralinn Mark Hensby var senuþjófurinn í lok fyrsta dags á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann læddi sér í 2. sætið og er á 5 höggum undir pari, einu á eftir Tiger Woods. Hann hóf keppni með þeim síðustu og er nú nýkominn af braut eftir að ljúka 18. holu. Hensby fékk örn á 9. holu sem er par4 hola og átti 6 holur eftir þegar Tiger Woods lauk keppni. Tiger var á 7 undir pari þegar að 13. holu kom en þá komu tveir skollar hjá honum, sá síðari á 16. holu en hann fékk svo fugl á síðustu holu. Ástralinn lék mjög vel í dag og fékk aðeins einn skolla, fjóra fugla og einn örn. Hann paraði síðustu fjórar holurnar enda ríkti mikil spenna á meðan hann lauk hringnum þar sem hann átti mikla möguleika á að klifra upp fyrir Tiger. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els náði sér engan veginn á strik í dag og er í 73. sæti á tveimur höggum yfir pari. Tíu kylfingar koma jafnir í 3. - 12. sæti eftir fyrsta hring. Fred Couples Luke Donald Retief Goosen Trevor Immelman Peter Lonard José Maria Olazábal Eric Ramsay (A) Chris Riley Tino Schuster Scott Verplank Bart Bryant



Fleiri fréttir

Sjá meira


×