Hefur verið orðaður við Stoke 28. júlí 2005 00:01 Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Johan Boskamp, sem er fyrrverandi knattspyrnustjóri Genk, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá Stoke City og reynir hann nú að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi átök. Indriði sjálfur segist ekki hafa fengið það staðfest að Stoke vilji fá hann. „Ég veit ekki til þess að ég sé að fara neitt, enda er ég samningsbundinn Genk. Þjálfari Stoke City horfði á leik hjá mér um daginn gegn Celta Vigo. Ég trúi því varla núna að hann kaupi mig miðað við frammistöðu mína í þeim leik, en þetta var nú bara æfingaleikur. Celta vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu, og við vorum allir svona frekar þungir." Indriði segist vera ánægður hjá Genk, enda eitt stærsta félagið í Belgíu, en neitar því þó ekki að það væri virkilega gaman að spila á Englandi. „Það væri skemmtilegt að spila á Englandi, enda er áhuginn á knattspyrnu gríðarlega mikill þar, og meira að segja í öllum deildum. Stoke City er fínn kostur ef ég skipti um félag á annað borð, en ég hef ekki fengið það staðfest frá neinum að Stoke City hafi áhuga á því að kaupa mig." Undanfarnar vikur hafa leikmenn Genk æft af krafti fyrir komandi tímabil, sem hefst í næsta mánuði. „Það er alltaf svolítið erfitt á þessum tíma þegar leikmenn eru að komast í gott líkamlegt ástand. Maður reynir að komast í sitt besta form og vonandi gengur það vel. Leikmannahópurinn hefur líka verið að styrkjast. Sunday Oliseh, fyrrverandi leikmaður Dortmund, Juventus og Ajax, er til dæmis kominn, og vonandi smellur liðið vel saman fyrir átökin á næsta tímabili." Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Johan Boskamp, sem er fyrrverandi knattspyrnustjóri Genk, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá Stoke City og reynir hann nú að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi átök. Indriði sjálfur segist ekki hafa fengið það staðfest að Stoke vilji fá hann. „Ég veit ekki til þess að ég sé að fara neitt, enda er ég samningsbundinn Genk. Þjálfari Stoke City horfði á leik hjá mér um daginn gegn Celta Vigo. Ég trúi því varla núna að hann kaupi mig miðað við frammistöðu mína í þeim leik, en þetta var nú bara æfingaleikur. Celta vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu, og við vorum allir svona frekar þungir." Indriði segist vera ánægður hjá Genk, enda eitt stærsta félagið í Belgíu, en neitar því þó ekki að það væri virkilega gaman að spila á Englandi. „Það væri skemmtilegt að spila á Englandi, enda er áhuginn á knattspyrnu gríðarlega mikill þar, og meira að segja í öllum deildum. Stoke City er fínn kostur ef ég skipti um félag á annað borð, en ég hef ekki fengið það staðfest frá neinum að Stoke City hafi áhuga á því að kaupa mig." Undanfarnar vikur hafa leikmenn Genk æft af krafti fyrir komandi tímabil, sem hefst í næsta mánuði. „Það er alltaf svolítið erfitt á þessum tíma þegar leikmenn eru að komast í gott líkamlegt ástand. Maður reynir að komast í sitt besta form og vonandi gengur það vel. Leikmannahópurinn hefur líka verið að styrkjast. Sunday Oliseh, fyrrverandi leikmaður Dortmund, Juventus og Ajax, er til dæmis kominn, og vonandi smellur liðið vel saman fyrir átökin á næsta tímabili."
Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira