Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans 28. júlí 2005 00:01 Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.
Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira