Ólýsanleg stemming í Frankfurt 11. ágúst 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Íslenski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.
Íslenski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira