Græðgin aðalhvati allra framfara? 14. september 2005 00:01 Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð".
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun