Sport

Knattspyrnudeild Vals sektuð

Valur braut gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna þegar liðið ræddi án leyfis við Atla Jóhannesson, samningsbundinn leikmann ÍBV. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur nú kveðið upp úrskurð í málinu en ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. Úrskurðarorð Knattspyrnudeild Vals braut gegn 2. gr. C. liðar reglugerðar KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna.  Nefndin veitir Knattspyrnudeild Vals áminningu og með hliðsjón af alvarleika brotsins sektar nefndin Knattspyrnudeild Vals um fjárhæð kr. 50.000,-. Af síðu knattspyrnusambands Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×