Fram, Valur og KA með fullt hús 25. september 2005 00:01 Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira