Fram, Valur og KA með fullt hús 25. september 2005 00:01 Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira