Fram, Valur og KA með fullt hús 25. september 2005 00:01 Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira