Bílstjóri fagnar áfangasigri 6. október 2005 00:01 Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira