Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu 3. nóvember 2005 07:00 Fyrirtækin hafa tapað á verðbólgunni en kaupmáttur almennings aukist, því væri nær að fyrirtækin segðu upp kjarasamningum en launþegar segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/Teitur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira