Milwaukee lagði Miami 6. nóvember 2005 14:00 Öskubuskuævintýrið T.J. Ford hefur farið á kostum og leitt lið Milwaukee til þriggja sigra í jafn mörgum leikjum í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Washington er einnig taplaust eftir sigur á Orlando 87-79, þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig fyrir Washington, en Dwight Howard var með 17 stig og 11 fráköst fyrir Orlando, sem hefur enn ekki unnið leik. Detroit valtaði yfir Toronto 117-84. Tayshaun Prince var með 27 stig fyrir taplaust lið Detroit, en Jalen Rose skoraði 25 fyrir Toronto, sem hefur enn ekki náð í sigur á leiktíðinni. Richard Jefferson var hetja New Jersey sem lagði Chicago 100-99, en Jefferson skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst í leiknum og tryggði New Jersey sigurinn í lokin. Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 26 stig. Charlotte hefur komið nokkuð á óvart í upphafi leiktíðar og í nótt vann liðið annan leikinn í röð. Liðið lék sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og það nægði til sigurs í framlengingu gegn Boston 107-105. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Paul Pierce gerði 32 fyrir Boston. Mjög óvænt úrslit urðu í Indiana, þar sem taplaust lið Pacers tók á móti Philadelphia, sem fram að því hafði tapað öllum leikjum sínum. Philadelphia hafði yfir allan leikinn og þú liðið hafi glutraði niður 20 stiga forystu í síðari hálfleik, náði það að hanga á sigrinum. Allen Iverson var að venju stigahæstur hjá Philadelphia með 29 stig og 12 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana. Memphis vann góðan 113-106 sigur á LeBron James og félögum í Cleveland. James skoraði 36 stig í leiknum, en Spánverjinn Pau Gazol skoraði 29 stig og hitti úr 11 af 15 skotum sínum í leiknum. Memphis nýtti líka 61% þriggja stiga skota sinna í leiknum. Meistarar San Antonio töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Dallas og eyðilögðu þar með endurkomu Michael Finley gamla heimavöllinn sinn. Sigur Dallas var nokkuð öruggur, lokatölur 103-84. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas, en Tony Parker var með 24 stig fyrir San Antonio. Houston tapaði nokkuð óvænt fyrir New Orleans 91-84. Houston lék án Tracy McGrady, sem missir af nokkrum leikjum vegna bakmeiðsla. PJ Brown skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans, en Yao Ming var með 20 stig og 14 fráköst hjá Houston. Phoenix gerði góða ferð til Utah og sigraði 97-88. Þetta var fyrsta tap Utah á leiktíðinni. Shawn Marion var með 20 stig og 14 fráköst hjá Phoenix, en Andrei Kirilenko var bestur í liði Utah með 14 stig, 14 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin skot. Portland vann nauman 94-93 sigur á Atlanta Hawks í uppgjöri liða án sigurs, en margir vilja meina að þessi lið eigi eftir að verða í vandræðum í vetur. Joe Johnson skoraði 23 stig fyrir Atlanta, en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Að lokum vann lið LA Clippers sigur á Minnesota í framlengdum leik 100-99 og hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu. Þetta er besta byrjun Clippers í þrjá áratugi og mikil bjartsýni ríkir í herbúðum liðsins á þessari leiktíð. Cuttino Mobley var með 27 stig og 12 fráköst í leiknum og félagi hans Elton Brand var sömuleiðis með 27 stig og hirti 9 fráköst. Kevin Garnett var að venju atkvæðamestur hjá Minnesota með 25 stig og 15 fráköst. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira
Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Washington er einnig taplaust eftir sigur á Orlando 87-79, þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig fyrir Washington, en Dwight Howard var með 17 stig og 11 fráköst fyrir Orlando, sem hefur enn ekki unnið leik. Detroit valtaði yfir Toronto 117-84. Tayshaun Prince var með 27 stig fyrir taplaust lið Detroit, en Jalen Rose skoraði 25 fyrir Toronto, sem hefur enn ekki náð í sigur á leiktíðinni. Richard Jefferson var hetja New Jersey sem lagði Chicago 100-99, en Jefferson skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst í leiknum og tryggði New Jersey sigurinn í lokin. Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 26 stig. Charlotte hefur komið nokkuð á óvart í upphafi leiktíðar og í nótt vann liðið annan leikinn í röð. Liðið lék sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og það nægði til sigurs í framlengingu gegn Boston 107-105. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Paul Pierce gerði 32 fyrir Boston. Mjög óvænt úrslit urðu í Indiana, þar sem taplaust lið Pacers tók á móti Philadelphia, sem fram að því hafði tapað öllum leikjum sínum. Philadelphia hafði yfir allan leikinn og þú liðið hafi glutraði niður 20 stiga forystu í síðari hálfleik, náði það að hanga á sigrinum. Allen Iverson var að venju stigahæstur hjá Philadelphia með 29 stig og 12 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana. Memphis vann góðan 113-106 sigur á LeBron James og félögum í Cleveland. James skoraði 36 stig í leiknum, en Spánverjinn Pau Gazol skoraði 29 stig og hitti úr 11 af 15 skotum sínum í leiknum. Memphis nýtti líka 61% þriggja stiga skota sinna í leiknum. Meistarar San Antonio töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Dallas og eyðilögðu þar með endurkomu Michael Finley gamla heimavöllinn sinn. Sigur Dallas var nokkuð öruggur, lokatölur 103-84. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas, en Tony Parker var með 24 stig fyrir San Antonio. Houston tapaði nokkuð óvænt fyrir New Orleans 91-84. Houston lék án Tracy McGrady, sem missir af nokkrum leikjum vegna bakmeiðsla. PJ Brown skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans, en Yao Ming var með 20 stig og 14 fráköst hjá Houston. Phoenix gerði góða ferð til Utah og sigraði 97-88. Þetta var fyrsta tap Utah á leiktíðinni. Shawn Marion var með 20 stig og 14 fráköst hjá Phoenix, en Andrei Kirilenko var bestur í liði Utah með 14 stig, 14 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin skot. Portland vann nauman 94-93 sigur á Atlanta Hawks í uppgjöri liða án sigurs, en margir vilja meina að þessi lið eigi eftir að verða í vandræðum í vetur. Joe Johnson skoraði 23 stig fyrir Atlanta, en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Að lokum vann lið LA Clippers sigur á Minnesota í framlengdum leik 100-99 og hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu. Þetta er besta byrjun Clippers í þrjá áratugi og mikil bjartsýni ríkir í herbúðum liðsins á þessari leiktíð. Cuttino Mobley var með 27 stig og 12 fráköst í leiknum og félagi hans Elton Brand var sömuleiðis með 27 stig og hirti 9 fráköst. Kevin Garnett var að venju atkvæðamestur hjá Minnesota með 25 stig og 15 fráköst.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira