Samningar í höfn - eingreiðsla í desember 15. nóvember 2005 18:13 Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent