McGrady sneri aftur og færði Houston sigur 30. nóvember 2005 14:00 Tracy McGrady er liði Houston greinilega óendanlega mikilvægur, því liðið hefur ekki unnið leik án hans í vetur NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn