Frostrósir 2005 - Örfáir miðar lausir 7. desember 2005 12:00 Útlit er fyrir að uppselt verði á tvenna jólatónleika Frostrósanna sem haldnir verða í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 10. desember. Í gær var búið að selja 4.938 miða á stórjólatónleika Frostrósa í Laugardalshöll næstkomandi laugardag. Aðeins 513 miðar eru lausir á aukatónleikana sem verð aklukkan 16:00 og byrjað er að selja ósóttar pantanir á tónleikana sem verða klukkan 20:00, samtals 63 miða. Allt útlit er því fyrir að uppselt verði á báða tónleikana og verður það líklegast íslandsmet. Ekki muna menn að fleiri íslendingar hafi áður keypt miða á tónleika með íslenskum listamönnum á sama degi Þegar eru tónleikarnir svo orðnir fjölmennsutu jólatónleikar sem haldnir hafa verið á landinu.Alls um 200 manns á sviðinuAlls koma fram 11 einsögnvarar (Íslensku dívurnar, þær Margrét Eir, Jóhanna Vigdís (Hansa), Védís Hervör, Vala Guðna, Regína Ósk, Guðrún Árný og Ragga Gísla), Leone Tinganelli, Bjarni Arason, Jónsi og Gunnar Guðbjörnsson. Söngvurunum til halds og traust verður 25 manna stórhljómsveit og rúmlega 150 manna hátíðarkór skipaður félögum úr Karlakór Fóstbræðra, Léttsveit Reykjavíkur og Kammer- & Stúlknakór Bústaðakirkju.Síðasti séns - Síðasti sénsÞetta er í síðasta sinn sem Frostrósatónleikarnir með Íslensku dívunum verða haldnir og það með stæl. Sjálf Laugardalshöllin er lögð undir og hvergi til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og færa í veglegan jólabúning.Það mat að rétt væri að hætta á toppnum var greinlega rétt enda aðsóknin á tónleikana hreint ótrúleg – þetta verður ógleymanleg upplifun fyrir alla sem á munu hlýða og horfa.Undanfarin þrjú ár sem tónleikarnir hafa verið haldnir hefur ávalt verið uppselt en fjöldi gesta nú stefnir í að rúmlega tvöfalda gestafjölda síðasta árs.Glæsileg útgáfa á síðasta ári Frostrósa - Íslensku dívannaÍ ár var ákveðið að ljúka útgáfuseríu Frostrósa með jafnmiklum glæsibrag og tónleikaröðinni.Þriðja og síðasta geislaplatan er komin út (Frostrósir 3) og einnig kom nú út glæsilegt safnbox sem inniheldur allar þrjár geislaplötur Frostrósa. Frostrósir 2004 er komin út á DVD. Um er að ræða glæsilegan og afar vandaðan mynddisk með tónleikum Frostrósa úr Grafarvogskirkju í fyrra. Einnig er diskurinn hlaðinn aukaefni, s.s. myndböndum og 10 lögum frá fyrstu tónleikunum í Hallgrímskirkju 2002 með endurhljóðblandaðri hljóðrás.Að síðustu er komin út Froztroses of Iceland – safnplata sem inniheldur 10 alíslensk jólalög og 5 aljþjóðlegar jólaperlur fluttar á íslensku. Bæklingurinn er á ensku og er þessi veglega geislaplata fyrst og fremst hugsuð sem gjöf til vina og vandamanna erlendis og minjagripur fyrir erlenda ferðamenn. Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Útlit er fyrir að uppselt verði á tvenna jólatónleika Frostrósanna sem haldnir verða í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 10. desember. Í gær var búið að selja 4.938 miða á stórjólatónleika Frostrósa í Laugardalshöll næstkomandi laugardag. Aðeins 513 miðar eru lausir á aukatónleikana sem verð aklukkan 16:00 og byrjað er að selja ósóttar pantanir á tónleikana sem verða klukkan 20:00, samtals 63 miða. Allt útlit er því fyrir að uppselt verði á báða tónleikana og verður það líklegast íslandsmet. Ekki muna menn að fleiri íslendingar hafi áður keypt miða á tónleika með íslenskum listamönnum á sama degi Þegar eru tónleikarnir svo orðnir fjölmennsutu jólatónleikar sem haldnir hafa verið á landinu.Alls um 200 manns á sviðinuAlls koma fram 11 einsögnvarar (Íslensku dívurnar, þær Margrét Eir, Jóhanna Vigdís (Hansa), Védís Hervör, Vala Guðna, Regína Ósk, Guðrún Árný og Ragga Gísla), Leone Tinganelli, Bjarni Arason, Jónsi og Gunnar Guðbjörnsson. Söngvurunum til halds og traust verður 25 manna stórhljómsveit og rúmlega 150 manna hátíðarkór skipaður félögum úr Karlakór Fóstbræðra, Léttsveit Reykjavíkur og Kammer- & Stúlknakór Bústaðakirkju.Síðasti séns - Síðasti sénsÞetta er í síðasta sinn sem Frostrósatónleikarnir með Íslensku dívunum verða haldnir og það með stæl. Sjálf Laugardalshöllin er lögð undir og hvergi til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og færa í veglegan jólabúning.Það mat að rétt væri að hætta á toppnum var greinlega rétt enda aðsóknin á tónleikana hreint ótrúleg – þetta verður ógleymanleg upplifun fyrir alla sem á munu hlýða og horfa.Undanfarin þrjú ár sem tónleikarnir hafa verið haldnir hefur ávalt verið uppselt en fjöldi gesta nú stefnir í að rúmlega tvöfalda gestafjölda síðasta árs.Glæsileg útgáfa á síðasta ári Frostrósa - Íslensku dívannaÍ ár var ákveðið að ljúka útgáfuseríu Frostrósa með jafnmiklum glæsibrag og tónleikaröðinni.Þriðja og síðasta geislaplatan er komin út (Frostrósir 3) og einnig kom nú út glæsilegt safnbox sem inniheldur allar þrjár geislaplötur Frostrósa. Frostrósir 2004 er komin út á DVD. Um er að ræða glæsilegan og afar vandaðan mynddisk með tónleikum Frostrósa úr Grafarvogskirkju í fyrra. Einnig er diskurinn hlaðinn aukaefni, s.s. myndböndum og 10 lögum frá fyrstu tónleikunum í Hallgrímskirkju 2002 með endurhljóðblandaðri hljóðrás.Að síðustu er komin út Froztroses of Iceland – safnplata sem inniheldur 10 alíslensk jólalög og 5 aljþjóðlegar jólaperlur fluttar á íslensku. Bæklingurinn er á ensku og er þessi veglega geislaplata fyrst og fremst hugsuð sem gjöf til vina og vandamanna erlendis og minjagripur fyrir erlenda ferðamenn.
Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira