Sjötti sigur Phoenix í röð 5. desember 2005 15:30 Hér takast þeir í hendur fyrir leikinn í gær fyrrum félagarnir hjá Phoenix, Joe Johnson og Steve Nash NordicPhotos/GettyImages Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira