Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3.
Liðin sem mætast í 8-liða úrslitunum eru:
Bayern Munchen og Mainz, Bielefeld og Offenbach, 1860 Munchen og Frankfurt og St Pauli og Werder Bremen. Leikirnir fara fram 24. og 25. janúar.