Örnólfur Thorsson forsetaritari segir vistvæna orku meðal þess sem rætt var um á fundinum. Hann vill þó ekkert segja til um hvort fulltrúar Google hafi lýst áhuga á að setja upp starfsstöðvar á Íslandi en hér er orka framleidd með vistvænum hætti, öfugt við það sem gerist víða annars staðar.

Þá ræddu forsetinn og fulltrúar Google um áhuga Íslendinga á að sækja sér alþjóðlega menntun. Google er öflugasta og mest notaða leitarvélin á netinu. Fyrirtækið var stofnað 1998 og hefur vaxið og dafnað síðan og eru starfsmenn þess nú um fimm þúsund.