Rútukaup verða áfram niðurgreidd 11. júlí 2006 07:15 Hópbifreið Farþegum með rútum fer fjölgandi. Framlengja á heimild til endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts af nýjum innfluttum hópbifreiðum. Starfshópur samgönguráðherra, sem fjallaði um rekstrarumhverfi hópbifreiða, komst að þeirri niðurstöðu, en að öllu óbreyttu rennur heimildin út um næstu áramót. Hópnum var gert að taka saman yfirlit um aðgerðir stjórnvalda og aðrar aðgerðir sem snert hafa rekstur hópbifreiða undanfarin ár og meta hvernig tekist hafi, leggja mat á afkomu greinarinnar og kosti þess og galla að greinin verði virðisaukaskattskyld. Í skýrslu hópsins kemur meðal annars fram að farþegum á sérleyfisleiðum hefur fjölgað undanfarin ár. Árið 2002 voru þeir 377 þúsund en 413 þúsund árið 2004. Farþegum á sérleyfisleiðum hefur þó fækkað mjög frá því sem var árið 1960 þegar þeir voru 635 þúsund. Þá hefur sérleyfisleiðunum sjálfum fækkað á undanförnum árum úr um 140 á sjötta áratugnum niður í 32 árið 2004. Þó ber að hafa í huga að einhverjar sérleiðir hafa verið sameinaðar. Hagnaður var af reglulegri starfsemi hópbifreiðafyrirtækja árið 2004 en rétt innan við eitt hundrað fyrirtæki eru í greininni. Eins og gengur högnuðust sum þeirra en önnur töpuðu. Á síðasta ári voru rúmlega 1.900 hópbifreiðar til á Íslandi og er meðalaldur þeirra um tíu ár. Starfshópur samgönguráðherra kemst meðal annars að því að upptöku olíugjalds í stað þungaskatts fyrir rúmu ári hafi almennt fylgt kostnaðarauki fyrir hópbifreiðafyrirtækin. Á því séu þó undantekningar. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og þó ýmis rök mæli með því að slíkur skattur verði greiddur af greininni telur starfshópurinn sig ekki í aðstöðu til að leggja til virðisaukaskattskyldu greinarinnar. Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Framlengja á heimild til endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts af nýjum innfluttum hópbifreiðum. Starfshópur samgönguráðherra, sem fjallaði um rekstrarumhverfi hópbifreiða, komst að þeirri niðurstöðu, en að öllu óbreyttu rennur heimildin út um næstu áramót. Hópnum var gert að taka saman yfirlit um aðgerðir stjórnvalda og aðrar aðgerðir sem snert hafa rekstur hópbifreiða undanfarin ár og meta hvernig tekist hafi, leggja mat á afkomu greinarinnar og kosti þess og galla að greinin verði virðisaukaskattskyld. Í skýrslu hópsins kemur meðal annars fram að farþegum á sérleyfisleiðum hefur fjölgað undanfarin ár. Árið 2002 voru þeir 377 þúsund en 413 þúsund árið 2004. Farþegum á sérleyfisleiðum hefur þó fækkað mjög frá því sem var árið 1960 þegar þeir voru 635 þúsund. Þá hefur sérleyfisleiðunum sjálfum fækkað á undanförnum árum úr um 140 á sjötta áratugnum niður í 32 árið 2004. Þó ber að hafa í huga að einhverjar sérleiðir hafa verið sameinaðar. Hagnaður var af reglulegri starfsemi hópbifreiðafyrirtækja árið 2004 en rétt innan við eitt hundrað fyrirtæki eru í greininni. Eins og gengur högnuðust sum þeirra en önnur töpuðu. Á síðasta ári voru rúmlega 1.900 hópbifreiðar til á Íslandi og er meðalaldur þeirra um tíu ár. Starfshópur samgönguráðherra kemst meðal annars að því að upptöku olíugjalds í stað þungaskatts fyrir rúmu ári hafi almennt fylgt kostnaðarauki fyrir hópbifreiðafyrirtækin. Á því séu þó undantekningar. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og þó ýmis rök mæli með því að slíkur skattur verði greiddur af greininni telur starfshópurinn sig ekki í aðstöðu til að leggja til virðisaukaskattskyldu greinarinnar.
Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira