Molar 12. júlí 2006 04:00 Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira