Nú geta gestir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tengst þráðlausu neti í flugstöðinni. Fyrst um sinn er netaðgengi aðeins í suðurbyggingu flugstöðvarinnar, eða nýju byggingunni eins og hún er oftast kölluð.
Innan skamms verður komið upp sendum í norðurbyggingu en það er ekki hægt að svo stöddu vegna framkvæmda í þeim hluta stöðvarinnar.
Það er stefna Flugstöðvarinnar að þráðlaust net verði á öllum helstu biðsvæðum og veitingasvæðum flugstöðvarinnar. Netinu er komið upp í samstarfi við TM software.