hagstofan Gistinóttum á hótelum í maímánuði fjölgaði um 17 prósent á milli ára og átti fjölgunin sér stað í öllum landshlutum.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi eða um 24 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin rúmu 21 prósenti. Á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vesturlandi fjölgaði gistinóttum um níu prósent.
Á Suðurlandi var aukningin fjögur prósent og um þrjú prósent á Norðurlandi. Fjölgunina má að öllu leyti rekja til útlendinga sem voru um 23 prósentum fleiri. gistinóttum Íslendinga fækkaði.