Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk 13. júlí 2006 07:00 Fyrir dómara. Litháinn sem handtekinn var í Leifsstöð 4. febrúar kom fyrir dómara í héraðsdómi í gær. MYND/Stefán Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira