Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor.
Þá hefur ráðherra ákveðið að veita 6,3 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Rauða hálfmánans á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu.