Heimahjúkrun verði efld 14. júlí 2006 07:45 heilbrigðisráðherra Segir blasa við að öldruðum sé að fjölga og meira fé þurfi inn í málaflokkinn. MYND/Valli „Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“ Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira