Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins.
Í yfirlýsingu frá KB banka segir að málið megi rekja til ársins 1988. Fjármálaeftirlitið telji ekki tilefni til að aðhafast í því, kæran sé tilhæfulaus og að eigandi Stokkfisks hafi oft höfðað slíkt mál gegn bankanum en jafnan fallið frá málsókn að eigin frumkvæði.