Milljónir yfirfærðar af bankareikningum 20. júlí 2006 07:00 Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira