Fleiri banaslys í dreifbýli 25. júlí 2006 06:30 Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira