Skrúfað fyrir bloggið 27. júlí 2006 05:00 Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur. Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur.
Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira