Veiddu yfir 500 laxa á einni viku 28. júlí 2006 07:15 Steinar Torfi Vilhjálmsson í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri. Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri.
Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira