Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli 28. júlí 2006 07:45 Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist. Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist.
Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira